Njarðvík sigraði örugglega í bikarleik
Njarðvíkingar mættu Leikni Reykjavík í 32 liða úrslitum karla í Maltbikarnum í gær. Njarðvíkingar fóru heim með öruggan sigur á Leikni og eru því komnir í 16 liða úrslit eftir viðureign gærdagsins en dregið verður í 16 liða úrslit næstkomandi þriðjudag.
Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Ragnar Helgi Friðriksson með 17 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar, þar á eftir kom Oddur Rúnar Kristjánsson með 15 stig og 4 fráköst og Snjólfur Marel Stefánsson skoraði 13 stig og var með 6 fráköst.