Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sigraði nágrannaslaginn
Mánudagur 12. febrúar 2018 kl. 21:47

Njarðvík sigraði nágrannaslaginn

Grindavík tók á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík í Domino´s-deild karla í körfu í kvöld en leikurinn var hörkuspennandi og réðust ekki úrslitin fyrr en á lokamínútu leiksins. Augljóst var að hvorugt lið ætlaði sér að fara heim nema með sigur og voru Grindvíkingar með forystu í hálfleik 57-50. Njarðvík mættu grimmir í seinni hálfleik og söxuðu á forskot Grindvíkinga, en seinni hálfleikur var æsispennandi og voru lokatölur leiksins voru 89-92 fyrir Njarðvík.

Stigamestu leikmenn Grindavíkur voru J'Nathan Bullock með 18 og10 fráköst, Ólafur Ólafsson með 18 stig og 9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason með 12 stig og 5 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson með 11 stig, Dagur Kár Jónsson með 10 stig og 11 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 10 stig, 5 fráköst,6 stoðsendingar og 4 varin skot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Terrell Vinson með 27 stig og 13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson með 16 stig, Ragnar Ágúst Nathanaelsson með 13 stig og 12 fráköst, Maciek Stanislav Baginski með 12 stig og 6 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson með 10 stig og  Kristinn Pálsson með 8 stig og 6 fráköst.