Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sigraði KV í markaleik
Miðvikudagur 5. júlí 2017 kl. 09:04

Njarðvík sigraði KV í markaleik

Njarðvík sigraði KV 6:4 á KR vellinum í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Fyrsta mark Njarðvíkur kom strax á 3. mínútu og var þar Arnar Helgi Magnússon sem skoraði það. Njörður Þórhallsson jafnaði fyrir KV á 26. mínútu. Njarðvíkingar skoruðu þrjú næstu mörkin og þar voru á ferðinni Stefán Birgir Jóhannesson, Styrmir Gauti Fjeldsted og Arnar Helgi Magnússon með sitt annað mark. Júlí Karlson skoraði mark fyrir KV á 47. mínútu og Davíð Birgisson skoraði annað mark fyrir KV á 52. mínútu. Lengra komust þeir ekki. Næstu tvö mörkin komu frá Njarðvíkingum og voru það þeir Theodór Guðni Halldórsson og Arnar Helgi Magnússon með sitt þriðja mark. Lokatölur í þessum mikla markaleik var 6:4 fyrir Njarðvík. Njarðvík er í 1 sæti með 20 stig ásamt Magna frá Grenivík. Næsti leikur Njarðvíkur er á laugardarinn, en þá taka þeir á móti Völsung frá Húsavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024