Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík sigraði Keflavík í unglingaflokki karla
Miðvikudagur 2. mars 2011 kl. 09:39

Njarðvík sigraði Keflavík í unglingaflokki karla

Njarðvík sigraði Keflavík 77-63 í unglingaflokki karla í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Með sigrinum komu Njarðvíkingar sér ágætlega fyrir á toppnum í deildinni en þeir hafa unnið 8 leiki en tapað 2 það sem af er vetri. Strákarnir eiga fjóra leiki eftir í deildinni og þeir verða spilaðir ansi þétt.

Leikurinn í gærkvöldi var frekar stirrður og Njarðvíkingar kannski ekki ferskastir eftir bikarúrslitin í drengjaflokki á sunnudag. Þeir leiddu þó lungað úr leiknum og höfðu yfir 17-16 eftir fyrsta leikhluta og 34-29 í hálfleik. Keflvíkingar voru að hitta mjög vel fyrir utan 3ja stiga línuna á kafla og komust yfir 48-49 um miðbik þriðja leikhluta en þá hertu Njarðvíkingar vörnina og skoruðu 9 síðustu stig leikhlutans og leiddu 57-49 að honum loknum. Njarðvíkurliðið náði mest 17 stiga forskoti og lokatölur urðu 77-63.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024