Njarðvík sigraði ÍA í Lengjubikarnum
Njarðvík tók á móti ÍA í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi en liðin mættust í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Um hörkuleik var að ræða og réðust úrslitin ekki fyrr en í uppbótartíma en Njarðvík skoraði sigurmarkið á 92. mínútu. Theodór Guðni Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom Njarðvík yfir á 27. mínútu, Skagamenn jöfnuðu í seinni hálfleik og Bergþór Ingi Smárason kom Njarðvík aftur yfir á 71. mínútu. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði ÍA aftur metin og eins og áður sagði réðust úrslitin á 92. mínútu en Arnór Björnsson skoraði sigurmark Njarðvíkur.
Hér að neðan má sjá markaskorara leiksins.
Njarðvík 3 - 2 ÍA
1-0 Theodór Guðni Halldórsson ('27)
1-1 Alexander Már Þorláksson ('66)
2-1 Bergþór Ingi Smárason ('71)
2-2 Steinar Þorsteinsson ('79)
3-2 Arnór Björnsson ('92)