Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sigraði Grindavík
Fimmtudagur 2. október 2003 kl. 20:39

Njarðvík sigraði Grindavík

Njarðvíkingar sigruðu Grindavík 91:67 í Reykjanesmótinu í kvöld, en liðin spiluðu um þriðja til fjórða sætið. Njarðvíkingar eru því í þriðja sæti á Reykjanesmótinu í körfuknattleik. Lið Njarðvíkur spilaði mun betur en Grindvíkingarnir sem spiluðu undir væntingum í kvöld. Úrslitaleikur Reykjanesmótsins er í kvöld kl. 21 í íþróttahúsinu í Njarðvík þar sem Keflavík tekur á móti Haukum.

 

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Frá leik Njarðvíkur og Grindavíkur í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024