Njarðvík sigraði Breiðablik
Njarðvík sigraði Breiðablik í átta liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld, Njarðvík hefur ekki enn sigrað leik í Domino´s deild kvenna en er komið í fjögurra liða úrslit Maltbikarsins. Lokatölur leiksins voru 77-74.
Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Shalonda R Winton með 36 stig, 26 fráköst og 8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10 stig og 15 fráköst, Björk Gunnarsdóttir með 8 stig og 7 stoðsendingar og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir með 8 stig.
Keflavík er komið áfram í fjögurra liða úrslit Maltbikars kvenna ásamt Njarðvík og því er aldrei að vita nema að það sé nágrannaslagur af bestu gerð framundan, það kemur í ljós á þriðjudaginn þegar dregið verður í fjögurra liða úrslit Maltbikarsins.