Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sigraði á Knock out Cup
Mánudagur 27. september 2004 kl. 10:04

Njarðvík sigraði á Knock out Cup

Körfuknattleikslið Njarðvíkur sigraði lið Bakken Bears í úrslitaleik Knock out Cup 2004 i Danmörku í gær, 91-83.

Jafnræði var með liðunum í upphafi þar sem bæði lið voru að fikra sig áfram og fóru varlega. Í öðrum leikhluta tóku Njarðvíkingar hins vegar stjórnina og var það Troy Wiley sem fór fyrir sínum mönnum. Hann fór á kostum í sókn og í vörn þar sem hann og Egil Jónasson vörðu hvert skotið á fætur öðru. Staðan í hálfleik var 51-43 Njarðvíkingum í vil.

Seinni hálfleikur byrjaði með sama krafti hjá Njarðvíkingum, en á heimasíðu félagsins kemur fram að þeir hafi þó mátt sæta ójafnri dómgæslu allan seinni hálfleik. Miðherjinn Friðrik Stefánsson var sendur af leikvelli með 5 villur þegar 4 mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta og Danirnir komust smám saman inn í leikinn. Njarðvíkingar létu hins vegar ekki bugast og héldu forystunni allt til enda. 

Stigahæstir:
Troy Wiley 30/10 (8 varin), Brenton 22/7/7, Sayman 19/4/6, Páll 15/10/4 (6 stolnir).
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024