Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sigraði 10-1 í fyrsta leik
Sunnudagur 6. maí 2012 kl. 19:35

Njarðvík sigraði 10-1 í fyrsta leik



Njarðvik sigraði Kjalnesinga 10 - 1 í 1. umferð Bikarkeppni KSÍ í dag á Njarðtaksvellinum í dag. Njarðvík hafði frá upphafi mikla yfirburði gegn Kjalnesingum sem leika í Polar Beer deildinni (Utandeildin) undir merkjum Kumho en aðeins í Bikarkeppni KSÍ undir nafni Kjalnesinga. Þrátt fyrir öruggan sigur skyggði á úrslitin meiðsli sem Andri Fannar Freysson varð fyrir í seinni hálfleik eftir slæmt brot.

Njarðík náði forystunni á 3. mínútu þegar Einar Marteinsson skoraði úr vítaspyrnu og í kjölfarið fylgdi dung pressa á lið gestanna. Þvert á gang leiksins náðu Kjalnesingar að jafna úr vítaspyrnu. Njarðvikingar náðu strax aftur vopnum sínum og á 23. mínútu náði Andri Fannar Freysson forystunni að nýju og skömmu síðar skoraði Einar aftur úr vítaspyrnu. Andri Fannar var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu og Ólafur Jón Jónsson í kjölfarið. Staðan 5 - 1 í hálfleik.

Njarðvik byrjaði seinnihálfleik með látum og á 48. mínútu setti Magnús Már Ágústsson boltann í netið, hans fyrsta mark í leik með meistaraflokki. Í uppafi seinni hálfleiks var brotið illa á markahrókinum Andra Fannari og þurfti að flytja hann á sjúkrahús til skoðunar. Árni Þór Ármannsson bætti síðan við marki eftir gott upphlaup og síðar Hörður Ingi Harðarson. Rafn M. Vilbergsson setti síðan tvö síðustu mörkin Njarðvíkinga

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024