Njarðvík sigraði 10-1 í fyrsta leik
Njarðvik sigraði Kjalnesinga 10 - 1 í 1. umferð Bikarkeppni KSÍ í dag á Njarðtaksvellinum í dag. Njarðvík hafði frá upphafi mikla yfirburði gegn Kjalnesingum sem leika í Polar Beer deildinni (Utandeildin) undir merkjum Kumho en aðeins í Bikarkeppni KSÍ undir nafni Kjalnesinga. Þrátt fyrir öruggan sigur skyggði á úrslitin meiðsli sem Andri Fannar Freysson varð fyrir í seinni hálfleik eftir slæmt brot.
Njarðík náði forystunni á 3. mínútu þegar Einar Marteinsson skoraði úr vítaspyrnu og í kjölfarið fylgdi dung pressa á lið gestanna. Þvert á gang leiksins náðu Kjalnesingar að jafna úr vítaspyrnu. Njarðvikingar náðu strax aftur vopnum sínum og á 23. mínútu náði Andri Fannar Freysson forystunni að nýju og skömmu síðar skoraði Einar aftur úr vítaspyrnu. Andri Fannar var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu og Ólafur Jón Jónsson í kjölfarið. Staðan 5 - 1 í hálfleik.
Njarðvik byrjaði seinnihálfleik með látum og á 48. mínútu setti Magnús Már Ágústsson boltann í netið, hans fyrsta mark í leik með meistaraflokki. Í uppafi seinni hálfleiks var brotið illa á markahrókinum Andra Fannari og þurfti að flytja hann á sjúkrahús til skoðunar. Árni Þór Ármannsson bætti síðan við marki eftir gott upphlaup og síðar Hörður Ingi Harðarson. Rafn M. Vilbergsson setti síðan tvö síðustu mörkin Njarðvíkinga