Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík semur við tvo leikmenn
Garðar Sigurðsson mun leika með Njarðvík næstu tvö árin. Myndir/umfn.is
Miðvikudagur 16. janúar 2013 kl. 11:28

Njarðvík semur við tvo leikmenn

Knattspyrnudeild Njarðvíkur samdi í vikunni við tvo leikmenn. Njarðvík hefur samið við Garðar Sigurðsson til tveggja ára. Garðar, sem er 25 ára gamall og Keflvíkingur að upplagi, gekk til liðs við Njarðvík frá Þrótti Vogum á síðasta ári. Hann lék 23 leiki í deild og bikar síðastliðið sumar með Njarðvík og stóð sig vel.

Njarðvík gerði einnig tveggja ára samning við Ara Má Andrésson. Ari er fæddur árið 1996 og hefur leikið með Njarðvík frá þriggja ára aldri. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í lokaleik Njarðvíkur síðastliðið sumar gegn Völsungi og varð því næst yngsti leikmaðurinn til að leika meistaraflokksleik með Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Njarðvíkingar binda miklar vonir við Andra Má Andrésson sem er ungur og efnilegur leikmaður.