Njarðvík samdi við ungu strákana
Körfuknattleiksdeild UMFN samdi við fjölmarga leikmenn karlaliðs félagsins á dögunum. Það voru þeir Ágúst Orrason, Brynjar Þór Guðnason, Elvar Már Friðriksson, Hjörtur Hrafn Einarsson, Maciej Baginski, Ólafur Helgi Jónsson og Óli Ragnar Alexandersson sem framlengdu samninga sína.
Þeir Magnús Már Traustason og Ragnar Helgi Friðriksson sömdu einnig við félagið til 2ja ára en Magnús var að taka sín fyrstu spor með meistaraflokki á nýliðnum vetri og Ragnar Helgi er að koma inn í æfingahóp meistaraflokks í fyrsta sinn.
Mynd: Strákarnir eftir undirskrift ásamt formanni og varaformanni. Frá vinstri: Friðrik Ragnarsson formaður, Elvar Már Friðriksson, Brynjar Þór Guðnason, Maciej Baginski, Ágúst Orrason, Ólafur Helgi Jónsson, Hjörtur Hrafn Einarsson, Magnús Már Traustason, Óli Ragnar Alexandersson, Ragnar Helgi Friðriksson og Páll Kristinsson varaformaður.