Njarðvík sækir KR heim í Vesturbæ
Njarðvík og Grindavík eiga leiki í kvöld í Dominos deild karla. Grindavík fær Snæfell í heimsókn í Mustad höllina en Njarðvík sækir KR heim í DHL höllina í Vesturbænum. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Grindavík eru í 3.-4. sæti deildarinnar ásamt Tindastól fyrir leiki umferðarinnar með 10 stig og Njarðvík er í 6.-9. sæti með 6 stig.