Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 17. maí 2004 kl. 22:26

Njarðvík rústar Breiðablik!

Njarðvíkingar unnu stóran og sannfærandi heimasigur, 4-0, á liði Breiðabliki í fyrstu umferð 1. deildarinnar i knattspyrnu í kvöld. Eyþór Guðnason skoraði fyrsta mark Njarðvíkinga á 30. mínútu og Alfreð Jóhannsson bætti öðru við rétt fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik innsiglaði Gunnar Sveinsson frábæran sigur með tveimur mörkum á 54. og 70. mínútu.
Þessi sigur var frekar óvæntur vegna þess að Breiðablik er talið eitt sterkasta liðið í deildinni og er talið líklegt til að vinna sig upp í úrvalsdeild, en Njarðvíkingar sýndu og sönnuðu í kvöld að þeir eru til alls líklegir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024