Njarðvík rúllaði yfir KFR í Lengjunni
Njarðvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með lið KFR í fyrsta leik sínum í B deild Lengjubikarsins í gærkvöldi og unnu afar sannfærandi 6-0 sigur.
Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni en áhorfendur þurtfu að bíða alla leið inn í seinni hálfleikinn eftir fyrsta markinu en það gerði Theodór Guðni Halldórsson á 50. mínútu og var þá stíflan rofin.
Arnór Svansson, Brynjar Freyr Garðarsson, Óðinn Jóhannsson, Róbert Örn Ólafsson og Þorgils Gauti Halldórsson bættu allir við einu marki hver áður en lokaflautið gall og innsigluðu góða byrjun þeirra grænklæddu í Lengjubikarnum þetta árið .
Njarðvíkingar mæta næst liði KV í Egilshöll þann 19. mars.