Njarðvík og Víðir byrja vel í 2. deildinni
Njarðvík sigraði Skallagrím 0-5 í Borganesi og Víðir sigraði Leiknir R. 3-1 í á Garðsvelli í 2. deild karla í knattspyrnu í dag en leikirnir voru að klárast. Það er því greinilegt að bæði liðin ætla að láta til sín taka í sumar og má búast við skemmtilegu fótboltasumri hjá þessum liðum.Þess má geta að Sævar Gunnarsson byrjar glimrandi vel fyrir Njarðvík því hann skoraði þrennu, þá fyrstu í sumar