Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Snæfell berjast í Ljónagryfjunni
Þriðjudagur 16. nóvember 2004 kl. 15:48

Njarðvík og Snæfell berjast í Ljónagryfjunni

Sannkallaður toppslagur mun fara fram í Intersport-deildinni í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti Snæfell kl. 19.15. Njarðvíkingar eru efstir í deildinni með 12 stig en Snæfellingar eru í 3. sæti með átta stig. Bæði þessi lið hafa leikið sex leiki og eru Njarðvíkingar ósigraðir, Snæfellingar hafa hinsvegar tapað gegn Skallagrími og Grindvíkingum í vetur.

Hvað segir Magnús Gunnarsson stórskytta Keflavíkur um leikinn í kvöld?

„Þetta verður örugglega hörkuleikur, en ég hef ekki trú á því að Snæfellingar hafi nokkuð roð í Njarðvíkingana. Ég held að Njarðvíkingarnir taki þennan leik með 15-20 stiga mun.“

Aðrir leikir kvöldsins í Intersport-deildinni eru:
19.15  Fjölnir - Skallagrímur
19.15  KFÍ – ÍR
19.15  Tindastóll - Hamar/Selfoss

Staðan í Intersport-deildinni

VF-mynd/ úr leik Njarðvíkur og KFÍ fyrr á tímabilinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024