Njarðvík og Reynir unnu
Njarðvíkingar lögðu KS/Leiftur 2-1 á Njarðvíkurvelli í dag en þetta var fyrsti heimaleikur Njarðvíkinga í 2. deild á þessari leiktíð. Sverrir Þór Sverrisson gerði bæði mörk Njarðvíkinga.
Reynir Sandgerði vann sinn annan leik í röð er þeir höfðu betur gegn Sindra á útivelli 3-1.
Sverrir Þór fagnar fyrra marki sínu sem kom úr vítaspyrnu.