Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Reynir leika í kvöld
Mánudagur 16. júlí 2007 kl. 09:55

Njarðvík og Reynir leika í kvöld

Elleftu umferð í 1. deild karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með fimm leikjum. Umferðin hófst í gær þar sem toppliðin Grindavík og Fjarðabyggð gerðu markalaust jafntefli.

 

Njarðvíkingar taka á móti Stjörnunni á Njarðvíkurvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 15 stig en Njarðvíkingar eru í 9. sæti með 8 stig. Þá mun Reynir Sandgerði mæta Þrótti Reykjavík á Valbjarnarvelli kl. 18:00. Sandgerðingar eru í 11. sæti deildarinnar með 7 stig en Þróttur hefur 19. stig í 3. sæti deildarinnar.

 

10. umferð í Landsbankadeild karla lýkur svo í kvöld með þremur leikjum þar sem Fylkir tekur á móti Breiðablik, HK leikur gegn Víking og Fram og Valur mætast á Laugardalsvelli.

 

VF-mynd/ [email protected] - Árni Þór Ármannsson í baráttunni með Njarðvíkingum gegn Fjölni fyrr í sumar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024