Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Reynir leika í kvöld
Mánudagur 17. júlí 2006 kl. 13:56

Njarðvík og Reynir leika í kvöld

Topplið Njarðvíkur tekur á móti ÍR í 2. deild karla í knattspyrnu á Njarðvíkurvelli í kvöld kl. 20:00. Njarðvíkingar eru í efsta sæti 2. deildar með 21 stig eftir níu leiki og hafa ekki enn tapað leik í deildinni.

Reynir Sandgerði heimsækir Aftureldingu á Varmárvöll í Mosfellsbæ og hefst leikur liðanna einnig kl. 20:00. Sandgerðingar eru í 4. sæti deildarinnar með 16 stig eftir níu leiki.

Staðan í deildinni

 

VF-mynd/ [email protected] - Eyþór Guðnason gerir hér mark gegn Huginn í síðustu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024