Njarðvík og Reynir lágu bæði
Eftir leiki gærdagsins eru Njarðvíkingar komnir í 10. sæti með 16 stig og Reynismenn færðust aftur niður í neðsta sæti og eru með 15 stig, einu stigi á eftir KA. Þegar þrjár umferðir eru eftir eru enn sex lið sem geta fallið svo lokaspretturinn ætti að vera æsispennandi.
Eyjamenn skorðu snemma á Njarðvíkurvelli í gær. Ian Jefss kom gestunum í 1-0 á 12. mínútu en þannig stóðu leikar í hálfleik. Gestirnir skoruðu svo öðru sinni á 54. mínútu með marki frá Inga Rafni Ingibergssyni og á 79. mínútu bætti Andri Ólafsson við þriðja markinu. Alfreð Elías Jóhannsson náði svo að klóra í bakkann fyrir Njarðvíkinga á 91. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf af hægri
Athygli vakti í tapleik Sandgerðinga í gær að Brynjar Örn Guðmundsson, miðjumaður hjá Reyni, stóð vaktina í markinu frá 25. mínútu leiksins þar sem Atli Jónasson, markvörður, varð að fara meiddur af leikvelli. Mörk Víkinga frá Ólafsvík gerðu þeir Sigurður Víðisson og Jón Pétur Pétursson.
VF-Mynd/ [email protected] – Alfreð skorar fyrir Njarðvíkinga með fínum skalla.