Njarðvík og Reynir áfram í bikarnum
				Víðir úr leik eftir stórt tap
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			
Njarðvíkingar og Reynismenn eru komnir áfram í 32-liða úrslit Valitor-bikarnsins en Víðismenn fengu skell og eru úr leik. Á sunnudag mættust Reynir og lið Kára frá Akranesi. Reynir sigraði leikinn örugglega eða 0-7 þar sem sjö mismunandi leikmenn sáu um markaskorun. Í gær mættu Njarðvíkingar liði Bjarnarins á Leiknisvelli og höfðu grænir nauman sigur 0-1. Viktor Guðnason skoraði þegar liðið var fram í uppbótartíma og tryggði sæti í 32-liða úrslitum. 
Víðir og ÍR áttust svo við í gær í Breiðholtinu en þar steinlágu Garðbúar 6-0 og eru þeir því úr leik þetta árið.
Dregið verður í 32-liða úrslit síðar í dag.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				