Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Keflavík í undanúrslit
Mánudagur 2. október 2006 kl. 16:00

Njarðvík og Keflavík í undanúrslit

Körfuknattleikslið Keflavíkur og Njarðvíkur tryggðu sér um helgina sæti í undanúrslitum Powerade bikarkeppninnar. Keflvíkingar burstuðu Tindastól 100-62 og Njarðvíkingar lögðu Hamar/Selfoss 99-79.

Undanúrslitin verða leikin í Laugardalshöll á fimmtudag þegar Keflavík mætir Skallagrím kl. 19:00 og kl. 21:00 mætast Njarðvíkingar og KR en þessi tvö lið léku til úrslita í fyrra þar sem Njarðvíkingar höfðu betur og urðu fyrstir liða Powerade meistarar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024