Njarðvík og Haukum spáð sigri
Íslandsmeistarar Njarðvíkur munu verja titilinn í ár samkvæmt spá sem framsett var á blaðamannafundi Körfuknattleikssambands Íslands rétt í þessu. Forráðamenn, fyrirliðar og þjálfarar félaganna í Icleand Express deild karla stóðu að spánni. Njarðvíkingar hlutu 413 stig í efsta sætið. Keflvíkingum var spáð 2. sæti í deildinni en þeir fengu alls 355 stig í kosningunni. Í kvennaflokki er Haukum spáð Íslandsmeistaratitlinum og Keflavík öðru sætinu.
Í karlaflokki var Grindvíkingum spáð sjötta sæti og í kvennaflokki er gert ráð fyrir því að Grindavík lenti í þriðja sæti deildarinnar.
Spáin í karlaflokki:
1. Njarðvík 413 stig.
2. Keflavík 355 stig.
3. KR 325 stig.
4. Skallagrímur 310 stig.
5. Snæfell 306 stig.
6. Grindavík 244 stig.
7. ÍR.
8. Haukar.
9. Hamar/Selfoss.
10. Fjölnir
11. Tindastól
12. Þór Þorlákshöfn.
Spáin í kvennaflokki:
1. Haukar 101 stig.
2. Keflavík 86 stig.
3. Grindavík 81 stig.
4. ÍS 50 stig.
5. Breiðablik 34 stig.
6. Hamar28 stig.
Í karlaflokki var Grindvíkingum spáð sjötta sæti og í kvennaflokki er gert ráð fyrir því að Grindavík lenti í þriðja sæti deildarinnar.
Spáin í karlaflokki:
1. Njarðvík 413 stig.
2. Keflavík 355 stig.
3. KR 325 stig.
4. Skallagrímur 310 stig.
5. Snæfell 306 stig.
6. Grindavík 244 stig.
7. ÍR.
8. Haukar.
9. Hamar/Selfoss.
10. Fjölnir
11. Tindastól
12. Þór Þorlákshöfn.
Spáin í kvennaflokki:
1. Haukar 101 stig.
2. Keflavík 86 stig.
3. Grindavík 81 stig.
4. ÍS 50 stig.
5. Breiðablik 34 stig.
6. Hamar28 stig.