Heklan
Heklan

Íþróttir

Njarðvík og Haukum spáð sigri
Þriðjudagur 17. október 2006 kl. 16:02

Njarðvík og Haukum spáð sigri

Íslandsmeistarar Njarðvíkur munu verja titilinn í ár samkvæmt spá sem framsett var á blaðamannafundi Körfuknattleikssambands Íslands rétt í þessu. Forráðamenn, fyrirliðar og þjálfarar félaganna í Icleand Express deild karla stóðu að spánni. Njarðvíkingar hlutu 413 stig í efsta sætið. Keflvíkingum var spáð 2. sæti í deildinni en þeir fengu alls 355 stig í kosningunni. Í kvennaflokki er Haukum spáð Íslandsmeistaratitlinum og Keflavík öðru sætinu.

Í karlaflokki var Grindvíkingum spáð sjötta sæti og í kvennaflokki er gert ráð fyrir því að Grindavík lenti í þriðja sæti deildarinnar.

Spáin í karlaflokki:

1. Njarðvík 413 stig.
2. Keflavík 355 stig.
3. KR 325 stig.
4. Skallagrímur 310 stig.
5. Snæfell 306 stig.
6. Grindavík 244 stig.
7. ÍR.
8. Haukar.
9. Hamar/Selfoss.
10. Fjölnir
11. Tindastól
12. Þór Þorlákshöfn.

Spáin í kvennaflokki:
 
1. Haukar 101 stig.
2. Keflavík 86 stig.
3. Grindavík 81 stig.
4. ÍS 50 stig.
5. Breiðablik 34 stig.
6. Hamar28 stig.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25