Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Grindavík úr leik í bikarnum
Þriðjudagur 14. febrúar 2006 kl. 11:22

Njarðvík og Grindavík úr leik í bikarnum

Njarðvík og Grindavík duttu bæði út í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar í unglingaflokki karla í körfuknattleik í gær. Njarðvík þurfti að láta í minni pokann gegn FSu 82 – 92 í Ljónagryfjunni og Grindavík tapaði heima gegn KR 66 – 70.

FSu náði snemma forystu í leiknum gegn Njarðvík og lét hana ekki af hendi. Leikurinn var hraður og skemmtilegur en í 4. leikhluta var FSu komið með tæplega 20 stiga forskot sem Njarðvíkingar náðu að saxa á en þeir komust ekki lengra með muninn en niður í 10 stig og því hrósaði FSu 10 stiga sigri í Ljónagryfjunni 82 – 92.

Það verða því FSu og KR sem leika til úrslita í bikarkeppninni í unglingaflokki karla.

VF – myndir/ Jón Björn, [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jón Júlíus Árnason fer yfir málin með sínum mönnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jóhann Árni gerði 26 stig í gær sem og Kristján Sigurðsson en það dugði ekki til fyrir Njarðvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024