Njarðvík og Grindavík töpuðu
Njarðvíkingum tókst ekki að komast í undanúrslit og Grindvíkingar tókst heldur ekki að fylgja eftir góðum sigri í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Domino’s deildarinnar í körfubolta í kvöld.
ÍR-ingar voru mjög ákveðnir í aðgerðum sínum í Ljónagryfjunni og uppskáru sanngjarnan sigur þó þeir hafi verið undir í hálfleik en þeir unnu þrjá leikhluta af fjórum, þar af báða í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 64-70 og ÍR-ingar geta tryggt sér lokaviðureign í Njarðvík með sigri á heimavelli um helgina.
Elvar Már Friðriksson skoraði mest hjá UMFN eða 19 stig.
Grindvíkingar náðu sér aldrei almennilega á flug í Garðarbæ og urðu að lúta í gras. Lokatölur urðu 98-81. Staðan í einvíginu er því 2-1 fyrir Stjörnuna.
Stjarnan-Grindavík 98-81 (18-14, 29-21, 23-27, 28-19)
Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 22/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/5 fráköst, Lewis Clinch Jr. 16/7 fráköst, Jordy Kuiper 10/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Johann Arni Olafsson 2, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jóhann Dagur Bjarnason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.
Njarðvík-ÍR 64-70 (16-18, 22-14, 12-21, 14-17)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 19/7 fráköst, Jeb Ivey 10, Maciek Stanislav Baginski 8, Logi Gunnarsson 7, Eric Katenda 7/6 fráköst, Mario Matasovic 7/8 fráköst/3 varin skot, Ólafur Helgi Jónsson 6, Veigar Páll Alexandersson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Kristinn Pálsson 0, Jon Arnor Sverrisson 0/4 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0.