Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 1. mars 2002 kl. 11:47

Njarðvík og Grindavík sigruðu bæði í framlengdum leikjum

Njarðvíkingar sigruðu Þór 116:118 í tvíframlengdum leik fyrir norðan í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær. Á sama tíma sigruðu Grindvíkingar, lið ÍR 100:92 eftir framlengdan leik. Njarðvíkingar byrjuðu betur í leiknum gegn Þór og leiddu mest allan leikinn. Í síðasta fjórðung voru Njarðvíkingar með 8 stiga forskot en misstu það niður og Þór komst fimm stigum yfir. Liðin skiptust svo á forskoti og grípa þurfti til tveggja framlenginga þar sem gestirnir höfðu betur að lokum og sigruðu. Brenton var bestur í liði Njarðvík með 30 stig.
Í Grindavík voru heimamenn í raun betri allan leikinn en á einhvern ótrúlegan hátt náði Eiríkur Önundarson að jafna leikinn þegar nokkrar sekúndur voru eftir með þriggjastiga skoti og víti en það var brotið á honum í skotinu. Heimamenn voru þó töluvert betri í framlengingunni og sigruðu verðskuldað í leiknum. Tyson Petterson skoraði 33 stig og Helgi Jónas Guðfinnsson var með 28 fyrir Grindavík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024