Njarðvík og Grindavík komin áfram í VÍS-bikar karla
Njarðvík og Grindavík tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í gær. Keflavík mætir KR í kvöld í sextán liða úrslitum.
Grindavík - Höttur 86:74
23:24, 20:17, 25:18, 18:15
Grindvíkingar sigldu þægilegum sigri heim gegn Hetti á heimavelli í gær. Ivan Aurrecoechea Alcolado var atkvæðamestur heimamanna með 21 stig, þrettán fráköst og fjórar stoðsendingar.
Álftanes - Njarðvík 84:100
11:26, 20:33, 15:24, 38:17
Njarðvíkingar gerðu algerlega út um leikinn í fyrstu þremur leihlutunum og voru komnir með 37 stiga forskot fyrir fjórða leikhluta (46:83). Þeir slökuðu því verulega á í lokahlutanum en eru komnir örugglega áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Dedrick Deon Basile lét mest að sér kveða í gær og var með 25 stig, sjö fráköst og tíu stoðsendingar.