Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Grindavík komin áfram í VÍS-bikar karla
Ivan Aurrecoechea Alcolado og Naor Sharabani hafa náð vel saman en Alcolado var með 21 stig gegn Hetti og Sharabani þrettán.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 1. nóvember 2021 kl. 11:34

Njarðvík og Grindavík komin áfram í VÍS-bikar karla

Njarðvík og Grindavík tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í gær. Keflavík mætir KR í kvöld í sextán liða úrslitum.

Grindavík - Höttur 86:74

23:24, 20:17, 25:18, 18:15

Grindvíkingar sigldu þægilegum sigri heim gegn Hetti á heimavelli í gær. Ivan Aurrecoechea Alcolado var atkvæðamestur heimamanna með 21 stig, þrettán fráköst og fjórar stoðsendingar.

Tölfræði leiks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dedrick Basile var öflugur í gær með 46 framlagspunkta.

Álftanes - Njarðvík 84:100

11:26, 20:33, 15:24, 38:17

Njarðvíkingar gerðu algerlega út um leikinn í fyrstu þremur leihlutunum og voru komnir með 37 stiga forskot fyrir fjórða leikhluta (46:83). Þeir slökuðu því verulega á í lokahlutanum en eru komnir örugglega áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Dedrick Deon Basile lét mest að sér kveða í gær og var með 25 stig, sjö fráköst og tíu stoðsendingar.

Tölfræði leiks.

Tengdar fréttir