Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík og Grindavík Íslandsmeistarar
Sunnudagur 30. apríl 2006 kl. 16:48

Njarðvík og Grindavík Íslandsmeistarar

11. flokkur karla hjá Njarðvík og 10. flokkur kvenna hjá Grindavík urðu í dag Íslandsmeistarar í körfuknattleik. Úrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni.

Njarðvíkingar lögðu Valsmenn í úrslitaleiknum 80-52 þar sem Rúnar Ingi Erlingsson fór á kostum í Njarðvíkurliðinu með 28 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst en honum vantaði aðeins eitt frákast til þess að fullkomna þrennuna.

Grindavíkurstúlkur mættu Haukum í úrslitaleiknum og höfðu nauman sigur 41-40 þar sem Lilja Ó. Sigmarsdóttir gerði 17 stig fyrir Grindavík.

VF-myndir/ frá bikarhelginni sem fram fór fyrr á leiktíðinni.

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024