Njarðvík neðstir í 1.deld eftir tap gegn Leikni
Njarðvíkingar sitja nú neðstir á botni fyrstu deildar eftir tap gegn Leikni á Njarðtaksvelli.
Leiknismenn komust tveimur mörkum yfir eftir 15 mínútur og róðurinn því þungur fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar sköpuðu sér ekki teljanleg færi. Leikurinn endað 0-2 fyrir Leikni sem eru með tveimur stigum meira en Njarðvík og í þriðja neðsta sæti.
Síðustu 10 mínúturnar spiluðu Njarðvíkingar tveim leikmönnum færri vegna brottvikninga. Voru ekki allir á eitt sáttir með brottvikningu Rafns Vilbergssonar sem fékk beint rautt eftir klafs við Leiknismann.
Nú skiptir hver leikur gríðarlega miklu máli fyrir Njarðvík, ætli þeir að halda sæti sínu í deildinni að ári. Tveir leikir eru eftir af fyrri umferð Íslandsmótsins og því nóg af stigum í pottinum.
Fámennt var á vellinum enda föstudagskvöld og önnur mesta ferðahelgi landsins.
Byrjunarlið Njarðvíkinga:
1 Ingvar Jónsson
4 Árni Þór Ármannsson (rautt 77)
5 Kristinn Björnsson (út 67)
6 Gestur Arnar Gylfason
7 Einar Valur Árnason
10 Guðni Erlendsson (út 74)
15 Albert Högni Arason
16 Kristinn Örn Agnarsson
20 Ísak Örn Þórðarson (út 92)
23 Frans Elvarsson
25 Alexander Magnússon
Varamenn:
2 Þorsteinn Atli Georgsson
8 Rafn Markús Vilbergsson (inn 67), (rautt 84)
11 Aron Már Smárason (inn 92)
12 Almar Elí Færseth
19 Vignir Benediktsson (inn 74)
Njarðvíkingar eiga leik fimmtudaginn 10.júlí gegn Þór Akureyri. Næsti heimaleikur er 24.júlí gegn Vikingi Ólafsvík.
VF-mynd úr safni - úr leik Njarðvíkur og Fjarðarbyggðar