Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík náði ekki að landa titlinum á heimavelli
Njarðvíkingar lentu í ógöngum sóknarlega í kvöld. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 23:09

Njarðvík náði ekki að landa titlinum á heimavelli

Fjórði leikur Njarðvíkinga og Hauka í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn varð aldrei rishár, hvorugt lið var sannfærandi í sínum leik en það má segja að með afleitum kafla í byrjun seinni hálfleik hafi Njarðvíkingar kastað frá sér sigrinum. Haukar höfðu betur, 51:60 og því þarf oddaleik til að knýja fram úrslit milli liðanna sem verður leikinn í Ólafssal á sunnudag.

Njarðvík - Haukar 51:60

(8:14, 24:18, 5:17, 14:11)

Það mátti vel greina taugaspennu hjá báðum liðum í byrjun leiks en Haukar byrjuðu þó betur og tóku forystu. Sóknin gekk illa hjá Njarðvík sem gerðu ekki nema átta stig í fyrsta leikhluta og voru sex stigum á eftir Haukum (8:14). Annar leikhluti var meira í átt við það sem maður á að venjast. Hraðinn jókst og Njarðvíkingar virtust vera búnar að finna taktinn og hrista af sér stressið. Þegar komið var að hálfleik var allt orðið jafnt og virtist blása með Njarðvík (32:32).

Meðbyrinn breyttist snarlega í mótvind og þriðji leikhluti var lítið augnayndi og ekkert gekk hjá Njarðvík, aðeins fimm stig Njarðvíkinga í þriðja leikhluta og með því misstu þær Hauka fram úr sér (37:49) sem kláruðu leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikur Njarðvíkinga var mjög slakur og allt of margir leikmenn léku langt undir getu. Andleysi, þróttleysi og agaleysi var uppskriftin en það er einn leikur eftir og í viðtali við Víkurfréttir eftir leik sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að Njarðvík verði Íslandsmeistarar á útivelli í ár.  Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Það var kominn pirringur í leikmenn í lokin.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 27/20 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 8/8 fráköst, Helena  Rafnsdóttir  6, Diane Diéné Oumou 5/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes 0, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 0, Vilborg Jonsdottir 0/5 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir.

Njarðvík - Haukar (51:60) | Úrslit Subway-deildar kvenna 28. apríl 2022

Tengdar fréttir