Njarðvík náði ekki að bæta við bikarasafnið
Njarðvíkurstúlkur urðu af fyrsta titli vetrarins í körfuboltanum en þær töpuðu frekar sannfærandi gegn Snæfelli á heimsvelli sínum í leik meistara meistaranna í gær.
Lokatölur urðu 60-84 þar sem Lele Hardy, spilandi þjálfari Njarðvíkinga skoraði 21 stig og tók auk þess 14 fráköst. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir skoraði svo 13 og stal fimm boltum fyrir heimastúlkur.
Njarðvíkingar sem unnu tvöfalt í fyrra hafa orðið fyrir töluverðri blóðtöku fyrir þetta tímabil en margir stekir leikmenn hafa yfirgefið liðið.