Njarðvík missti toppsætið en Keflavík vann
Keflvíkingar unnu sigur á Haukum en Njarðvíkingar máttu þola tap gegn Stjörnunni í umferð kvöldsins í Domino’s deildinni í körfubolta.
Leikur Njarðvíkinga gegn liðinu sem þeir töpuðu fyrir í Geysis-bikarúrslitum var mjög spennandi. Lokatölur urðu 82-76 en í lokaleikhlutanum kom upp atvik sem hefur verið gagnrýnt ansi mikið en þá fengu Njarðvíkingar fjórar tæknivillur á sig og Stjarnan fékk fimm vítaskot. Það hjálpaði Garðbæingum að innbyrða mikilvægan sigur.
Keflvíkingar voru ekki í vandræðum með Haukana á heimavelli. Í lokin munaði 15 stigum en heimamenn voru 20 stig yfir á tímabili og sigurinn var aldrei í hættu.
Njarðvíkingar eru ekki lengur einir í toppsæti deildarinnar því Stjarnan er búin að tylla sér þar og er með betri innbyrðisárangur en UMFN og er því í efsta sæti. Keflavík er í 3.-4. sæti með Tindastóli.
Stjarnan-Njarðvík 82-76 (18-19, 22-26, 16-13, 26-18)
Njarðvík: Jeb Ivey 20/5 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 15/6 fráköst/9 stoðsendingar, Eric Katenda 14/8 fráköst, Mario Matasovic 10/5 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 6, Kristinn Pálsson 6, Logi Gunnarsson 5, Veigar Páll Alexandersson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jon Arnor Sverrisson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0.
Keflavík-Haukar 80-65 (24-14, 20-18, 21-15, 15-18)
Keflavík: Gunnar Ólafsson 19, Michael Craion 14/13 fráköst/5 stoðsendingar, Mindaugas Kacinas 14/15 fráköst, Magnús Már Traustason 10/4 fráköst, Ágúst Orrason 6, Magnús Þór Gunnarsson 6, Reggie Dupree 5/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 4/5 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Davíð Páll Hermannsson 2, Elvar Snær Guðjónsson 0, Guðbrandur Helgi Jónsson 0, Andri Þór Tryggvason 0.