Njarðvík með sigur í Maltbikarnum
-Shalonda R. Winton stigahæst
Njarðvík mætti Stjörnunni í Maltbikar kvenna í Ljónagryfjunni gærkvöldi og endaði leikurinn með sigri Njarðvíkur 87-84. Njarðvík hefur ekki náð að stíga upp í deildinni í vetur og er þetta fyrsti sigurinn þeirra í vetur eftir sjö ósigra í röð í Domino´s- deildinni í körfu.
Shaldonda R. Winton var atkvæðamikil í liði Njarðvíkur með 39 stig og 21 fráköst, því næst Hulda Bergsteinsdóttir sem skoraði 11 stig og Hrund Skúladóttir var með 8 stig og 5 fráköst.