Njarðvík með sigur á KR eftir framlengingu
Njarðvíkurstúlkur unnu 95-88 sigur á KR í framlengdum leik í Iceland Express deild kvenna í kvöld, spenna var fram að síðustu sekúndum í venjulegum tíma en KR leiddi með 10 stigum í leikhlé. Njarðvíkingar kom sterkar til baka og tóku loks völdin í framlengingu og höfðu sigur að lokum.
Stig Njarðvíkur: Shanae Baker 33, Petrúnella Skúladóttir 25,Lele Hardy 19, Ásdís Vala Freysdóttir 12, Aníta Carter Kristmundardóttir 4, Erna Hákonardóttir 2.
Keflvíkingar höfðu einnig sigur í kvöld en þær unnu Hamarsstúlkur 61-79 í Hveragerði.