Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík með öruggan sigur gegn Reyni
Mynd/ Markaskorar dagsins Aron Freyr, Jón Tómas, Pawel og Leondard. Mynd og frásögn UMFN.is
Mánudagur 7. apríl 2014 kl. 08:32

Njarðvík með öruggan sigur gegn Reyni

Njarðvík sigraði Reyni örugglega 4 - 0 er liðin mættust í Lengjubikarnum í knattspyrnu í Reykjaneshöll. Njarðvikingar byrjuðu leikinn af krafti og voru líklegir til að taka forystuna í leiknum fljótlega, en það var ekki fyrr en um miðjan hálfleik að fyrsta markið kom en það gerði Aron Freyr Róbertsson. Í seinni hálfleik bættu þeir svo við þremur mörkum.

Jón Tómas Rúnarsson kom Njarðvíkingum í 2 - 0 og Pawel Grundzinski bætti því þriðja við. Það var svo Leonard Sigurðsson sem toppaði góðan leik sinn með því að skora fjórða markið þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024