Njarðvík með öruggan sigur gegn Reyni
Njarðvík sigraði Reyni örugglega 4 - 0 er liðin mættust í Lengjubikarnum í knattspyrnu í Reykjaneshöll. Njarðvikingar byrjuðu leikinn af krafti og voru líklegir til að taka forystuna í leiknum fljótlega, en það var ekki fyrr en um miðjan hálfleik að fyrsta markið kom en það gerði Aron Freyr Róbertsson. Í seinni hálfleik bættu þeir svo við þremur mörkum.
Jón Tómas Rúnarsson kom Njarðvíkingum í 2 - 0 og Pawel Grundzinski bætti því þriðja við. Það var svo Leonard Sigurðsson sem toppaði góðan leik sinn með því að skora fjórða markið þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.