Njarðvík með öruggan sigur á Þór Ak.
Lið Njarðvíkur í 1. deild kvenna hafði góðan sigur á Þór frá Akureyri á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 74-55, en leikið var í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Nokkur spenna var í leiknum framan af og var staðan 18-16 fyrir Njarðvík eftir fyrsta leikhluta. Mikil barátta var í öðrum leikhluta og gekk Njarðvíkurliðinu illa að hrista Þór af sér. Þór leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 29-33.
Njarðvíkurstúlkur lentu fljótlega í villuvandræðum í upphafi síðari hálfleiks. Frábær lokaleikhluti skóp hins vegar sigurinn hjá Njarðvíkurstúlkum sem vann lokaleikhlutann 30-10, og leikinn 74-55.
Eyrún Líf Sigurðardóttir var stigahæst í liði Njarðvíkur með 16 stig. Dagmar Traustadóttir skoraði 13 stig og Anna María Ævarsdóttir með 11 stig.
Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Ármann/Þrótt n.k. föstudag og hefst leikurinn kl. 18:00.
Mynd/umfn.is.