Njarðvík með fjórða ósigurinn í röð
Víðismenn töpuðu gegn toppliði Magna á lokamínútunum leiksins
Ekki var gærkvöldið byrlegt fyrir Suðurnesjaliðini í knattspyrnunni en bæði Njarðvík og Víðir töpuðu sínum leikjum í 2. og 3. deild karla.
Njarðvíkingar töpuðu fjórða leik sínum í röð í 2. deild karla þegar liðið sótti KV heim á KR-völlinn. Lokatölur urðu 1-0 fyrir heimamenn.
Njarðvíkingar eru í frjálsu falli í deildinni, hafa tapað fjórum leikjum í röð og hefur liðið ekki skorað í þessum fjórum leikjum. Njarðvík er í 7. sæti deildarinnar eftir 8 umferðir.
Á Nesfisksvellinum í Garði þurftu heimamenn í Víði að láta í minni pokann gegn toppliði Magna frá Grenivík þar sem að sigurmarkið leit dagsins ljós á 90. mínútu leiksins.
Víðir situr í 9. og næstneðsta sæti deildarinnar með 2 stig.