Njarðvík mætir Snæfelli í bikarkeppninni
Njarðvík mætir núverandi Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfuknattleik. Grindavík mætir KFÍ og Keflavík fær Tindastól. Í kvennaboltanum mætast Keflavík og Fjölnir og Njarðvík fær Laugdæli.
Annars raðast leikirnir sem hér segir:
Poweradebikar kvenna:
Þór Akureyri - Haukar
Hamar - Valur
Fjölnir - Keflavík
Njarðvík - Laugdælir
Stjarnan - KR
Skallagrímur, Grindavík og Snæfell sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.
Poweradebikar karla:
KR - Hamar
Grindavík - KFÍ
Haukar - Þór Þorlákshöfn
ÍR - Valur b/Fjölnir
Skallagrímur - Njarðvík b
Keflavík - Tindastóll
Laugdælir - Ármann
Snæfell – Njarðvík
Leikið verður á tímabilinu 3.-6. desember