Njarðvík mætir ÍS í kvöld
Njarðvíkurstúlkur mæta ÍS í íþróttahúsi Kennaraháskólans í 1. deild kvennakörfunnar í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:30 en Njarðvíkurstúlkur misstu af úrslitakeppninni í síðustu umferð þegar Haukar sigruðu Grindavík í Röstinni. Það verða því Keflavík, ÍS, Grindavík og Haukar sem leika í undanúrslitunum.