Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík mætir Aftureldingu
Föstudagur 2. júní 2006 kl. 13:44

Njarðvík mætir Aftureldingu

Njarðvíkingar mæta Aftureldingu í fjórðu umferð VISA bikarkeppninnar í knattspyrnu. Það lið sem vinnur þann leik kemst í 16 liða úrslit. Þetta verður að teljast happadráttur fyrir Njarðvíkinga þar sem lið í 1. deild voru í pottinum en Njarðvík og Afturelding eru bæði í 2. deild.

Önnur lið sem drógust saman voru:

Fjarðabyggð – Sindri
Þróttur R. – HK
ÍR – Leiknir
KA – Þór
Haukar – Fram

Leikur Njarðvíkur og Aftureldingar fer fram í Mosfellsbæ þann 15. júní kl. 20:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024