Njarðvík leitar þjálfara innan félagsins
„Við leitum ekki út fyrir félagið að nýjum þjálfara,“ segir Jón Guðlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í samtali við Víkurfréttir nú í kvöld. Leikmenn Njarðvíkur hafa verið boðaðir til fundar við stjórn körfuknattleiksdeildarinnar kl. 18 á morgun, þriðjudag, þar sem tilkynnt verður um nýjan þjálfara liðsins.
„Við höfum ekki gengið frá ráðningu nýs þjálfara en það tekst vonandi á morgun,“ sagði Jón
Hann segir að Sigurður Ingimundarson hafi komið til stjórnar og boðist til að stíga til hliðar, þar sem hann væri ekki að ná þeim árangri með liðið sem hann vildi. „Hann er hreinn og beinn í sinni ákvörðun og við virðum hana,“ sagði Jón Guðlaugsson í samtali við Víkurfréttir.