Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík lagði KR í Vesturbænum
Króatinn Zvonko Buljan átti góðan leik fyrir Njarðvík í gær, var með 25 stig og hirti ellefu fráköst. Mynd af vef UMFN.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 2. október 2020 kl. 08:42

Njarðvík lagði KR í Vesturbænum

KR – Njarðvík 80:92 (22:26, 25:26, 21:19, 12:21)

Njarðvíkingar hófu tímabilið í Domino's-deild karla af krafti með góðum sigri á KR í gær. Njarðvík tók forystu í fyrsta leikhluta, jók hana í öðrum leikhluta og leiddi 47:52 í hálfleik.

KR náði að svara snemma í þriðja leikhluta og snúa stöðunni í 53:52 en Njarðvíkingar svöruðu að bragði og tóku forystu á ný.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn var jafn og spennandi en í síðasta leikhluta sigldu Njarðvíkingar sigrinum í land og lokatölur urðu 80:92.

Zvonko Buljan og Maciek Baginski skoruðu yfir tuttugu stig hvor auk þess sem Buljan hirti ellefu fráköst.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, var kátur að leikslokum og sáttur við stigin. Í viðtali við vefmiðilinn Karfan.is segir hann jafnfram gott að geta svarað gagnrýnisröddum sem hafa talað liðið niður í aðdraganda mótsins og mikilvægt að afsanna það. Tengill á viðtal Körfunnar við Einar Árna fylgir fréttinni.

Njarðvík: Zvonko Buljan 25/11 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 22, Mario Matasovic 11/10 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 11, Logi  Gunnarsson 8/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 8, Ryan Montgomery 4, Adam Eidur  Asgeirsson 3, Gunnar Már Sigmundsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0.