Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík lagði KR í Vesturbænum
Króatinn Zvonko Buljan átti góðan leik fyrir Njarðvík í gær, var með 25 stig og hirti ellefu fráköst. Mynd af vef UMFN.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 2. október 2020 kl. 08:42

Njarðvík lagði KR í Vesturbænum

KR – Njarðvík 80:92 (22:26, 25:26, 21:19, 12:21)

Njarðvíkingar hófu tímabilið í Domino's-deild karla af krafti með góðum sigri á KR í gær. Njarðvík tók forystu í fyrsta leikhluta, jók hana í öðrum leikhluta og leiddi 47:52 í hálfleik.

KR náði að svara snemma í þriðja leikhluta og snúa stöðunni í 53:52 en Njarðvíkingar svöruðu að bragði og tóku forystu á ný.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Leikurinn var jafn og spennandi en í síðasta leikhluta sigldu Njarðvíkingar sigrinum í land og lokatölur urðu 80:92.

Zvonko Buljan og Maciek Baginski skoruðu yfir tuttugu stig hvor auk þess sem Buljan hirti ellefu fráköst.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, var kátur að leikslokum og sáttur við stigin. Í viðtali við vefmiðilinn Karfan.is segir hann jafnfram gott að geta svarað gagnrýnisröddum sem hafa talað liðið niður í aðdraganda mótsins og mikilvægt að afsanna það. Tengill á viðtal Körfunnar við Einar Árna fylgir fréttinni.

Njarðvík: Zvonko Buljan 25/11 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 22, Mario Matasovic 11/10 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 11, Logi  Gunnarsson 8/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 8, Ryan Montgomery 4, Adam Eidur  Asgeirsson 3, Gunnar Már Sigmundsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0.

VF jól 25
VF jól 25