ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Njarðvík lagði Íslandsmeistarana
Laugardagur 29. september 2012 kl. 10:13

Njarðvík lagði Íslandsmeistarana

Einn leikur fór fram í Reykjanesmóti karla í körfubolta í gærkvöldi þegar Njarðvík lagði Grindavík 87-83 í Ljónagryfjunni. Framan af fjórða leikhluta stefndi allt í öruggan Njarðvíkursigur en Grindvíkingum tókst að komast yfir 82-83 en Njarðvíkingar skoruðu fimm síðustu stig leiksins.

Jeron Belin gerði 33 stig og tók 3 fráköst í Njarðvíkurliðinu og Elvar Már Friðriksson bætti við 19 stigum og 5 fráköstum. Hjá Grindavík var Jóhann Árni Ólafsson með 17 stig og þeir Sammy Zeglinski, Aaron Broussard og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru allir með 16 stig.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25