Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík lagði Hauka í Hafnarfirði
Vilborg Jónsdóttir, leikstjórnandi Njarðvíkinga, sýndi góðan leik í kvöld og setti niður þrettán stig.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 20. febrúar 2022 kl. 20:23

Njarðvík lagði Hauka í Hafnarfirði

Njarðvíkingar gefa ekkert eftir í toppbaráttu Subway-deildar kvenna í körfuknattleik. Njarðvík mætti Haukum í kvöld og vann góðan sigur, 70:78. Á sama tíma hafði Fjölnir betur gegn Keflavík, 99:83. Njarðvík er á toppi deildarinnar en Fjölnir er í öðru sæti með jafnmörg stig.

Haukar - Njarðvík 70:78

(19:20, 18:22, 12:17, 21:19)

Haukar byrjuðu leikinn betur og náðu átta stiga forystu snemma í fyrsta leikhluta (10:2) en Njarðvíkingar unnu þann mun upp og leiddu eftir leikhlutann með einu stigi (19:20). Jafnræði var á með liðunum en um miðjan annan leikhluta náðu Njarðvíkingar að byggja upp forskot og leiddu í hálfleik með fimm stigum (37:42).

Seinni hálfleikur var í járnum og aldrei varð munurinn á liðunum mikill en Njarðvík hleypti Haukum aldrei upp að hlið sér og hélt forystunni út leikinn þótt litlu munaði oft á tíðum. Haukar náðu að minnka muninn í þrjú stig (63:66) þegar fjórar mínútur voru eftir og í tvö stig á lokamínútunni (70:72). Njarðvíkingar skoruðu næstu stig af vítalínunni (70:74) og því næst stal Aliyah Collier boltanum, sendi á Láru Ösp Ásgeirsdóttur sem setti boltann niður og Njarðvík komið með sex stiga forskot og leikurinn að renna út. Njarðvík bætti tveimur stigum við og hafði mikilvægan sigur í toppbaráttunni, 70:78.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Diane Diéné Oumou var með sautján stig, sjö fráköst og tvær stoðsendingar en Ailyah Collier fimmtán stig, sautján fráköst og þrjár stoðsendingar auk 29 framlagspunkta. Njarðvíkingar skiptu stigasöfnuninni á milli sínn og þær Vilborg Jónsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir og Lavína Joao Gomes De Silva gerðu þrettán stig hver.


Fjölnir - Keflavík 99:83

(21:16, 22:15, 24:33, 32:19)
Daniela Wallen fór fyrir Keflvíkingum og var stigahæst og með hæsta framlagið.

Keflavík lenti undir í byrjun leiks og Fjölnir hafði tólf stiga forskot í hálfleik (42:31). Með frábærum kafla í þriðja leikhluta tókst Keflavík að komast yfir (55:57) og liðin skiptust á forystunni út þriðja leikhluta en Fjölnir leiddi 67:64 fyrir fjórða leikhluta.

Fjölnir gerði níu fyrstu stig lokaleikhlutans og komust í tólf stiga forystu (76:64) sem var of mikill munur fyrir Keflvíkinga til að vinna aftur og voru þær yfirkeyrðar í fjórða leikhluta. Lokatölur 99:83 og Keflavík situr í fimmta sæti deildarinnar með fjórtán stig.

Daniela Wallen var sem fyrr atkvæðamest í liði Keflavíkur með 31 stig, tíu fráköst, þrjár stoðsendingar og 36 framlagspunkta. Anna Ingunn Svansdóttir heldur áfram að leika vel en hún var með 26 stig í kvöld.

Tengdar fréttir