Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík lagði Gróttu
Föstudagur 31. ágúst 2012 kl. 11:40

Njarðvík lagði Gróttu

Njarðvíkingar sigruðu Gróttu í 2. deild karla í knattspyrnu 1 - 0 í gærkvöldi í rokleik á Njarðtaksvelli.

Njarðvíkingar sigruðu Gróttu í 2. deild karla í knattspyrnu 1 - 0 í gærkvöldi í rokleik á Njarðtaksvelli. Grótta hóf leik undan sterkum vindi sem nánast var eftir vellinum endilöngum. Bæði liðin börðust við að spila bolta en á endanum var það vindurinn sem réði ferð. Nokkur færi sköpuðust báðum megin en staðan í hálfleik var 0-0.

Það sama var uppá teningnum í þeim seinni þó heimamenn væru nær því að skora gekk það ekki fyrr en á 86. mínútu þegar Guðmundur Egill Bergsteinsson kom boltanum í netið af harðfygli. Gróttumenn reyndu að jafna en við það opnaðist vörn þeirra og Njarðvikingar voru nærri því að bæta við marki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024