Njarðvík lagði Grindavík - Útisigur hjá Keflavík
Njarðvík vann góðan útisigur á Grindavík í Röstinni í kvöld, 65-70 í spennandi leik. Njarðvíkurkonur byrjuðu leikinn betur og höfðu sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 12-19, en heimakonur í Grindavík komu tilbaka og minnkuðu muninn fyrir hálfleik, 29-31.
Grindvík leiddi leikinn fyrir lokaleikhlutann 44-43 en gestirnir úr Njarðvík voru sterkari á lokamínútunum og nældu sér í góðan fimm stiga útisigur. Njarðvík hefur nú unnið tvo leiki af þremur og situr í 4. sæti. Grindavík hefur hins vegar tapað öllum þremur leikjum sínum og situr á botninum. Góður stígandi var hins vegar í leik Grindavíkur í kvöld og allt annað að sjá til liðsins eftir stórt tap fyrir Keflavík um síðustu helgi.
Lele Hardy var stigahæst í liði Njarðvíkur en hún skoraði 28 stig og tók 22 fráköst. Ína María Einarsdóttir kom næst með 11 stig. Hjá Grindavík var Dellena Criner stigahæst með 19 stig og Berglind Anna Magnúsdóttir kom næst með 16 stig.
Keflavík gerði einnig góða ferð í Vesturbæinn í kvöld og lagði KR af velli. Lokatölur urðu 54-76 fyrir Keflavík sem byrjar tímabilið af miklum krafti. Pálína Gunnlaugsdóttir var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 17 stig, Sara Rún Hinriksdóttir var með 15 stig og 15 fráköst og Jessica Ann Jenkins var með 13 stig.
Grindavík-Njarðvík 65-70 (12-19, 17-12, 15-12, 21-27)
Grindavík: Dellena Criner 19/6 fráköst/6 stoðsendingar, Berglind Anna Magnúsdóttir 16/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 12/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10/7 fráköst/7 stolnir, Sandra Ýr Grétarsdóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst.
Njarðvík: Lele Hardy 28/22 fráköst/6 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 11, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 8/5 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 8, Salbjörg Sævarsdóttir 6/13 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 5, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.
KR-Keflavík 54-76 (10-24, 16-23, 14-15, 14-14)
KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 11, Patechia Hartman 9, Helga Einarsdóttir 8/8 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6/11 fráköst/5 stolnir, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 2/5 fráköst.
Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 17/5 fráköst/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 15/15 fráköst, Jessica Ann Jenkins 13, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3.
Pálína Gunnlaugsdóttir var með 17 stig fyrir Keflavík gegn KR í kvöld.