Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík lagði Fjölni í Grafarvoginum
Miðvikudagur 9. febrúar 2011 kl. 10:12

Njarðvík lagði Fjölni í Grafarvoginum

Fjölnir tóku á móti Njarðvíkurstúlkum í Dalhúsum þar sem þær grænu fóru með sigur af hólmi, 79-88 en þetta var eini leikurinn sem fór fram í gærkvöldi í B-riðli Iceland Express deildar kvenna.

Dita Liepkalne fór á kostum í liði Njarðvíkinga með 31 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Fjölni var Inga Buzoka stigahæst með 25 stig og 5 fráköst.

Eftir sigurinn er Njarðvík í 2. sæti B-riðils með 12 stig, tveimur stigum á eftir Snæfell sem situr á toppnum með 14 stig. Grindavík og Fjölnir eru á botninum með 6 stig þar sem Grindavík hefur betur með innbyrðis sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024