Njarðvík lá í Vesturbænum
Njarðvík gerði ekki góða ferð í Vesturbæinn í kvöld því liðið tapaði 87-80 fyrir KR. Jafnræði var með liðunum framan af leik og höfðu heimamenn fimm stiga forystu í hálfleik, 41-36. KR-ingar voru hins vegar talsvert sterkari á lokamínútunum og unnu góðan sigur.
Elvar Már Friðriksson var atkvæðamestur í liði Njarðvíkur en hann skoraði 17 stig og Marcus Van skoraði 16 stig og 7 fráköst. Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 13 stig. Njarðvík hefur aðeins unnið einn leik í deildinni til þessa og tapað síðustu fimm leikjum. Liðið situr í 11. sæti í deildinni.
KR-Njarðvík 87-70 (23-27, 18-17, 22-16, 24-10)
KR: Brynjar Þór Björnsson 22/11 fráköst, Helgi Már Magnússon 15/4 fráköst, Martin Hermannsson 12/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 12/8 fráköst, Danero Thomas 10/4 fráköst, Keagan Bell 9, Kristófer Acox 5/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2, Darri Freyr Atlason 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Kormákur Arthursson 0, Ágúst Angantýsson 0.
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 17, Marcus Van 16/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 13, Nigel Moore 12/8 fráköst, Ágúst Orrason 6, Ólafur Helgi Jónsson 2, Friðrik E. Stefánsson 2, Maciej Stanislav Baginski 2.