Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík lá fyrir Grindavík á seinustu mínútu
Föstudagur 7. janúar 2011 kl. 00:47

Njarðvík lá fyrir Grindavík á seinustu mínútu

Grindavík sigruðu Njarðvík í Iceland Express deild karla í Grindavík í kvöld en leikurinn var æsispennandi fram á loka mínútu og endaði 86-78, heimamönnum í vil. Með sigrinum komust Grindvíkingar tveim stigum á eftir Snæfell sem er á toppi deildarinnar með 22 stig en Njarðvík situr í tíunda sæti með 8 stig.

Grindavík hafði frumkvæðið í upphafi leiksins og hélt því alveg þangað til í stöðunni 36-23. Þá tóku Njarðvíkingar sig taki og minnkuðu muninn all verulega en heimamenn leiddu leikinn með einu stigi í hálfleik, 43-42.

Bæði lið mættu grimmari en áður í seinni hálfleik og áttu dómararnir, Kristinn og Einar Þór í erfiðum með að dæma leikinn. Oft þurftu þeir að dæma uppkast þar sem þeir gátu hvorugur dæmt hvort liðið ætti innkast og færði það hita í leikmenn. Snemma í fjórða leikhluta var æsingurinn orðinn mikill en Njarðvíkingar fengu dæmdan á sig ásetning og áður en leikurinn gat hafist aftur fengu þeir annan ásetning og tæknivillu en Kristinn Óskarsson, dómari var ekki í neinum vafa um dóminn. Þessi dómur fór illa í Njarðvíkinga og skoruðu þeir ekki stig á seinustu mínútunni frá stöðunni 78-78 meðan Grindavík skorði 8 stig og tryggðu Grindvíkingar sér þannig sætan sigur. Ólafur Ólafsson, troðslu meistari, tróð boltanum fyrir áhorfendur í lok leiksins á meðan einn Njarðvíkinga hélt í hendina á honum og skemmti það áhorfendum mjög svo þakið ætlaði að rifna af Röstinni. Lokatölur urðu þannig 86-78.

Christopher Smith fór mikinn í liði Njarðvíkinga en hann skoraði 24 stig og 6 fráköst en hann var stigahæstur allra í leiknum. Í liði Grindavíkur var Páll Axel Vilbergsson stigahæstur með 21 stig, 3 fráköst og aðeins eina villu.

VF-Myndir/siggijóns - [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Christopher Smith var stigahæstur í leiknum með 24 stig.



Jóhann Árni Ólafsson náði sér ekki á strik í leiknum.

Lárus Jónsson átti frábæran varnarleik í liði Njarðvíkinga.

Ómar Örn Sævarsson átti í erfiðleikum með Christopher Smith.