Njarðvík komst áfram
Njarðvíkingar eru komnir áfram í Subway bikarkeppninni eftir að þeir sigruðu Hauka í gærkvöld í átta liða úrslitum keppninnar. Lokatölur urðu 77 – 62 en staðan í hálffleik var 38 – 29 fyrir Njarðvík.
Magnús Gunnarsson var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 25 stig, Hjörtur Einarsson var með 18 stig og Logi Gunnarsson 16.
Í dag verður dregið í undanúrslit keppninnar. Í karlaflokki eru Njarðvík, KR, Grindavík og Stjarnan í pottinum en í kvennaflokki Keflavík, KR, Valur og Skallagrímur.